Margþætt þjónusta í krafti öflugra fagsviða

 • Burðarvirki

  Hönnun burðarvirkja hefur frá upphafi verið einn af kjarnaþáttum ráðgjafar VSB. Löng og víðtæk reynsla við hönnun og álagsgreiningu burðarkerfa, allt frá einbýlishúsum til stærri atvinnu- og iðnaðarmannvirkja. Einnig samgöngumannvirkja eins og brúa.

  Hannes Örn Jónsson s. 585 8615 (hannes@vsb.is)

 • Lagna- og loftræsikerfi

  Nýhönnun og endurbætur á lagnakerfum íbúða og atvinnu- og iðnaðarbygginga. T.d. loftræsi-, hita-, neysluvatns-, snjóbræðslu-, kæli- og vatnsúðakerfi ásamt frárennsliskerfum. Ástandsmat lagnakerfa, rekstrar- og orkuráðgjöf er hluti af verkefnum sviðsins. Einnig ráðgjöf vegna varma- og rakaeinangrunar mannvirkja.

  Þorgeir J. Kjartansson s. 585 8632 (thorgeir@vsb.is)

 • Rafkerfi

  Fjölbreytt ráðgjöf á sviði raf- og lýsingarkerfa. Hönnun raflagna íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Raffæðing búnaðar, fjarskipta- og öryggiskerfi, vöktun og stýring lagna og tæknikerfa mannvirkja. Rafdreifikerfi stærri bygginga og rafveitna. Lýsingarhönnun innan- og utanhúss, þ.m.t. lýsing vega og opinna svæða.

  Örn Guðmundsson s. 585 8609 (orn@vsb.is)

 • Byggðatækni

  Með byggðatækni er átt við tæknilega ráðgjöf við sveitarfélög og veitufyrirtæki við uppbygginu og viðhald innviða. Meðal þjónustu er hönnun gatna og annarra samgöngumannvirkja, hönnun veitukerfa, þátttaka í skipulagsverkefnum og gerð lóðablaða.

  Úlfar Kristinsson s. 585 8616 (ulfar@vsb.is)

 • Framkvæmdaráðgjöf

  Ráðgjöf og aðstoð við hvers konar framkvæmdir. Þarfagreining, frumathuganir, áætlanagerð, útboð framkvæmda, verksamningar, umsjón og eftirlit framkvæmda. Þjónusta frá hugmynd til verkloka þegar mannvirki er tekið í notkun. Tæknileg ráðgjöf og þjónusta við verktaka.

  Gísli Ó Valdimarsson s. 585 8612 (gisli@vsb.is)

 • Verkefnastjórnun

  Verkefnastjórnun er vísir að betri árangri verkefna. VSB hefur áralanga reynslu af verkefnastjórnun við undirbúning, hönnun og umsjón framkvæmda í mannvirkjagerð og byggðatækni. Færni í að leiða fólk saman til góðra verka er aðalsmerki VSB. Á VSB er fyrir hendi viðtæk reynsla á þessu sviði og starfsmenn með reynslu og réttindi sem byggingarstjórar.

  Stefán Veturliðason s. 585 8606 (stefan@vsb.is)

 • Fasteignaþjónusta

  Úttektir á ástandi fasteigna og lagnakerfa. Gerð útboðsgagna fyrir viðhald og endurbætur á húsnæði, samningagerð og eftirlit með framkvæmdum. Greining á orkunotkun bygginga og ráðgjöf varðandi varma- og rakaeinangrun þeirra. Viðhaldsáætlanir bygginga. Gerð eignaskiptasamninga.

  Jón Ólafur Erlendsson s. 660 8631 (jon@vsb.is)

 • Mælingar

  Landmælingar og útsetningar við hvers konar mannvirkjagerðar og framkvæmdir. Þetta er einn af þeim þjónustuliðum sem VSB hefur frá upphafi veitt verktökum og öðrum framkvæmdaaðilum. Reyndir mælingamenn með fullkominn tækjabúnað tryggja góðan árangur.

  Kristinn Þór Garðarsson s. 585 8636 (kristinn@vsb.is)

Framkvæmdastjóri
Fagstjórar
Verkefnastjórar

Burðarvirki

Lagna- og loftræsikerfi

Rafkerfi

Byggðatækni

Framkvæmdaráðgjöf

Verkefnastjórnun

Fasteignaþjónusta

Mælingar

Verkefni