VSB verkfræðistofa er ávallt áhugasöm um að bæta við sig metnaðarfullu starfsfólki. Við hjá VSB leggjum áherslu á góða samskiptahæfileika, jákvæðni og brennandi áhuga á faginu.

Áhugasamir geta sent umsókn á umsokn@vsb.is.

Störf í boði

Aðstoðarmaður Skrifstofustjóra

VSB verkfræðistofa leitar að aðstoðarmanni skrifstofustjóra sem jafnframt væri hans staðgengill. Starfshlutfall er áætlað 50%. Í boði er frábært starfsumhverfi á skrifstofu VSB að Bæjarhrauni 20 í Hafnarfirði.

Sækja má um starfið á Alfred.is

Tækniteiknari með reynslu

VSB verkfræðistofa leitar að öflugum tækniteiknara með brennandi áhuga á BIM til framtíðarstarfa á byggingasviði. Í boði eru spennandi verkefni á sviði burðarvirkja, lagna- og loftræsikerfa og rafkerfa í góðu starfsumhverfi.

Sækja má um starfið á Alfred.is

Gatna- og veituhönnuður

Við leitum að áhugasömum, sjálfstæðum og drífandi tækni- eða verkfræðingi með sérhæfingu í hönnun gatna- og veitna á byggðatæknisviði VSB verkfræðistofu. 

Sækja má um starfið á Alfred.is