Ofanvatns- og fráveitukerfi

Ofanvatns- og fráveitukerfi eru nauðsynlegir innviðir í samfélagi okkar, en þau bera lítið á sér – þegar þau virka. VSB býr yfir áralangri reynslu af hönnun ofanvatns- og fráveitukerfa í byggð.

Byggðatæknisvið VSB verkfræðistofu veitir ráðgjöf á sviði ofanvatns- og fráveitukerfa og er hönnun slíkra kerfa oft liður í þverfaglegri ráðgjöf í byggðatækniverkefnum. Veitir VSB einnig ráðgjöf í endurnýjunar og viðhaldsverkefnum.

VSB hefur veitt ráðgjöf á sviði ofanvatns- og veitukerfa í fjölda verkefna en ber þar helst að  nefna:

Verkefni:

  • Ásland 1-3 áfangar
  • Vellir 1-7 áfangar
  • Selhraun norður og suður
  • Hellnahraun II og III
  • Kapelluhraun 1-2 áfangar
  • Endurnýjun Kaldárselsvegar
  • Ásvallabraut
  • Helgafellsland

Tengd þjónusta VSB:

  • Hönnun lagna
  • Ofanvatnslausnir og frárennsliskerfi
  • Gerð magnskráa og útboðsgagna
  • Hönnun viðhaldsverkefna
  • Plön og torg
  • Landmælingar

Nánari upplýsingar veitir fagstjóri veitukerfa,

Vigdís Lúðvíksdóttir