Hjóla- og göngustígar

<Hjólastígar mynd>

VSB hefur margra ára reynslu af hönnun hjóla- og göngustíga. Þjónustan er veitt af byggðatæknisviði VSB sem hefur unnið fjölda slíkra verkefna.

Hjóla- og göngustígar veita mikilvæga tengingu við nærumhverfi okkar og aðgengi að útivistarsvæðum. Þverfaglegt teymi byggðatæknisviðs hefur í mörg horn að líta en huga þarf að ofanvatnsmálum, tengingum og áhrifum á núverandi innviði, gatnalýsingu, jarðtækni, umferðarmerkingum og skipulagsmálum.

Hjóla- og göngustígahönnun fer fram í þrívíðu umhverfi sem veitir yfirsýn yfir verkið í heild sinni og gefur skjólstæðingum VSB lifandi mynd af þróun þess. VSB getur einnig unnið líkön fyrir vélstýringar.

VSB hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum á þessu sviði:

Verkefni:

  • Göngustígur, Setberg miðsvæði
  • Göngustígur í Molduhrauni Garðabæ
  • Ásland II – Göngustígar
  • Reykjavegur að Naustavogi – Göngu og hjólastígur
  • Ásvallabraut – Göngu og hjólastígar

Tengd þjónusta VSB:

  • Umferðarmerkingar
  • Vinnusvæðamerkingar
  • Gerð magnskráa- útboðsgögn
  • Hönnun viðhaldsverkefna
  • Hönnun vega og gatna.
  • Gögn fyrir vélstýringar
  • Vélstýringar
  • Aðstaða fyrir almenningssamgöngur
  • Plön og torg
  • Landmælingar

Nánari upplýsingar veitir fagstjóri gatna- og veghönnunar,

Hanna Kristín Bjarnadóttir