Framkvæmdaráðgjöf

VSB Verkfræðistofa veitir alhliða ráðgjöf við framkvæmdir allt frá fyrstu hugmynd, að tilbúnu mannvirki. Á fyrstu stigum verkefnis þarf að móta verkefnið svo það uppfylli þarfir verkkaupa á hagkvæman hátt. Sem dæmi um ráðgjöf á þessum fyrstu stigum má nefna:

  • Umfjöllun valkosta
  • Könnun á staðsetningu og aðstæðum
  • Þarfagreining
  • Áhættugreining
  • Tillaga að útboðs- og samningsformi, samkeppni osfrv.
  • Mat á þörfum fyrir sérstaka ráðgjafa

Framkvæmdasvið VSB verkfræðistofu tekur því þátt í að þróa og móta verkefnið, svo hægt sé að koma því til hönnuða og síðar í framkvæmd. Sem dæmi má nefna:

  • Skilgreina þarf kröfur til rýma og draga þarf komandi notendur inn í það ferli
  • Skilgreina þarf kröfur til kerfa byggingarinnar
  • Kröfur til verkkaupa um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað
  • Rýna þarf niðurstöður frumrannsókna, s.s. jarðvegs-, umhverfis o.f.l.
  • Velja þarf útboðsform sem hentar verkefninu
  • Kröfur á gæðastýringu hönnunar, framkvæmdum þ.m.t. eftirlit og byggingastjórn
  • Vinna þarf tíma- og kostnaðaráætlun fyrir verkefnið
  • Kröfur um stafræna tækni, BIM osfrv.

Þegar komin er endanleg mynd á kröfur verkkaupa til verkefnisins er tímabært að setja verkefnið í hönnun. VSB verkfræðistofa tekur að sér m.a. ráðgjöf við:

  • útboð hönnunar
  • úrvinnslu tilboða
  • samninga við ráðgjafa
  • auk eftirfylgni og umsjón hönnunar

Dæmi um nýleg verkefni:

  • Hönnun Kársnesskóla
  • Alútboð fjölnota íþróttahúss í Garðabæ

Nánari upplýsingar um framkvæmdaráðgjöf veitir sviðstjóri framkvæmdasviðs:

Örn Guðmundsson