Öflug viðbót

Lilja G. Karlsdóttir samgönguverkfræðingur hefur hafið störf á VSB verkfræðistofu og samhliða hefur fyrirtæki hennar Viaplan sameinast stofunni.

Lilja hefur nær tveggja áratuga reynslu í samgönguverkefnum hérlendis og erlendis og starfaði áður sem verkefnastjóri í Borgarlínuverkefninu og rak fyrirtækið Viaplan.

VSB býður þannig orðið upp á alhliða þjónustu varðandi samgönguverkefni, allt frá hugmyndastigi, stefnumótun og skipulagsvinnu yfir í hönnun, útboð og framkvæmdaeftirlit.