Mælingasvið VSB býður upp á alhliða mælingaþjónustu við hvers konar mannvirkjagerð og framkvæmdir. Þetta er einn af þeim þjónustuliðum sem VSB hefur frá upphafi veitt verktökum og öðrum framkvæmdaaðilum. Sviðið býr yfir reyndum mælingamönnum sem veitt hafa fjölbreytta og faglega mælingaþjónustu í hundruðum verkefna, í öllum verkáföngum allt frá undirbúningi, skipulagsvinnu, hönnun, framkvæmdum og eftirliti.

VSB hefur hagnýtt dróna undanfarið ár við mælingar og hefur það opnað nýja þjónustumöguleika. Með drónum er hægt að mynda og mæla upp stór svæði á stuttum tíma og má nýta þá í öllum hlutum verkefna; í hönnun, framkvæmdum og eftirliti.


Loftmyndagerð – hnitsettar loftmyndir
Ein af afurðum dróna eru hnitsettar loftmyndir sem nýta má við skipulagsvinnu, undirbúning framkvæmda, hönnun og framvindueftirlit. Myndirnar eru fljótlegar í vinnslu miðað við hefðbundnar loftmyndir og því mögulegt að uppfæra þær með reglulegu millibili.


Hæðar- og yfirborðslíkön
Mælingar með dróna eru mun yfirgripsmeiri og fljótlegri en mælingar með hefðbundinni tækni. Dróninn mælir allt sem á vegi hans verður og næst mun heildstæðari mæling en annars væri unnt.


Magnreikningar í efnishaugum, námum
Mælingar með drónum eru upplagðar til þess að mæla efnismagn í efnishaugum, stórum jarðvinnuverkefnum og í efnisnámum. Þannig má reikna út birgðastöðu jarðefna. Mælingin er öruggari og fljótlegri en með hefðbundnum hætti.

Nánari upplýsingar veitir fagstjóri mælingasviðs,
Kristinn Þór Garðarsson
+354 660 8636 // kristinn@vsb.is