Landsbankinn Austurbakka 2

Umsjón hönnunar, BIM ráðgjöf, framkvæmdareftirlit og byggingastjórn.

Nýbygging Landsbankans er í heildina 7 hæðir, þar af eru 5 hæðir ofan jarðar og 2 hæðir neðan jarðar, þar sem bílakjallari er sameiginlegur með öðrum byggingum á reitnum. Heildarflatarmál byggingarinnar er því um 22.000 m².
Arkitektar eru Nordic Architects og C.F Møller og verkfræðihönnun er unnin af Eflu.

Helgafellsskóli

Hönnun burðarvirkja, lagna-, vatnsúða, loftræsi- og rafkerfa

Grunnskóli og leikskólabygging. Byggingin er síðari áfangi í uppbyggingu grunnskólans. Alls 3 hæða bygging um 5800 fermetrar.

Stapaskóli

Byggingastjórn og eftirlit

Grunnskóli og leikskólabygging. Tveggja hæða bygging auk tvískipts kjallara og tæknirýmis á þaki, alls um 7300 fermetrar.

Vífilshöll, Vetrarmýri í Garðabæ

Framkvæmdarráðgjöf og gerð útboðsgagna

Gerð alútboðsgagna og umsjón verkkaupa með hönnun.
Byggingin er fjölnota íþróttahús alls um 15.770 fermetrar. Aðalverktaki er ÍAV, arkitektahönnun er unnin af ASK arkitektum og verkfræðihönnun af Verkís.

Sólvangur

Byggingastjórn

60 rýma hjúkrunarheimili ásamt starfsmanna- og stoðrýmum.

5 hæða bygging ásamt kjallara og tengigangi við núverandi hjúkrunarheimili og heilsugæslu, samtals um 4.500 fermetrar.

Efstaleiti – Reitir A, B og C

Íbúðarbygging

Íbúðarbyggingar á reit útvarpshúsins við Efstaleiti. Hönnun burðarvirkja og hönnunarstjórn á verkfræðihönnun. Um er að ræða staðsteypt fjölbýlishús skipt niður í reiti A, B og C.

A reitur er 10.800 m2 íbúðir, 1.700 m2 þjónustuhúsnæði og 1.700 m2 bílakjallari.

B reitur er 4.800 m2 íbúðir, 560 m2 þjónustuhúsnæði og 3.370 m2 bílakjallari.

C reitur er 7.100 m2 + 1.200 m2 bílakjallari.

Urriðaholt 4. áfangi

Hönnun rafdreifikerfis

Hönnun rafdreifikerfis og gerð viðeigandi teikninga og útboðsgagna ásamt samræmingar með öðrum veitum.

Heildarlengd jarðstrengja um 5,8 km og tengiskápar 26 stk.

Ásvallabraut

Gatnahönnun

Gatnagerð, undirgöng og landmótun. Samtals um 2300 metra vegframkvæmd ásamt 2800 metra göngu- og hjólastígum ásamt undirgöngum fyrir gangandi/hjólandi umferð.

Arnarhraun 50

Gerð alútboðsgagna og umsjón með útboði. Framkvæmdaeftirlit

Búsetukjarni með sex íbúðum ásamt starfsmannaaðstöðu og sameiginlegu rými fyrir íbúa.

Húsið er á tveimur hæðum og um 370 fermetrar.

Kaldárselsvegur

Gatnahönnun

Hönnun nýs Kaldárselsvegar ásamt tveimur nýjum hringtorgum, göngustígum, hljóðmönum- og veggjum.

Samtals um 1.100 metrar af vegframkvæmdum og um 1.900 metrar af göngu- og hjólastígum.

Brynjureitur

Hönnun lagna- og loftræsikerfa

Íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæði.

Samsetning þriggja húsa, hæst 6 hæða auk kjallara, samtals um 7.500 fermetrar.

Höfðatorg S1

Hönnun loftræsingar

Íbúðar- og verslunar-/þjónustubygging.

Þjónusturými á jarðhæð og 94 íbúðir á efri hæðum.

12 hæða bygging auk kjallara á 2 hæðum, samtals um 12.000 fermetrar.

Lundur Kópavogi

Hönnun burðarvirkja, lagna-, loftræsi- og rafkerfa

Nýtt hverfi fjölbýlishúsa í Kópavogi.

 

Mánatún 7-17

Framkvæmdaeftirlit

Á svokölluðum Mánatúnsreit í Reykjavík er gert ráð fyrir byggingu 230 íbúða í fjölbýli með sameiginlegum bílakjallara. Mánatún 7-17 er 2. áfangi verksins þar sem byggðar eru 89 íbúðir í 6-10 hæða stigahúsum.

VSB annast framkvæmdaeftirlit vegna byggingar Mánatúns 7-17 með tilheyrandi bílakjallara og lóðarfrágangi.

Ásgarður fimleikahús

Hönnun burðarvirkja, lagna-, loftræsi-, og rafkerfa.

Fimleikahús, aðalanddyri og búningsklefar.

Um 3.300 fermetra viðbætur við íþróttamiðstöð í Garðabæ.

 

 

 

Dalshraun 1 og 3

Hönnun burðarvirkja, lagna-, loftræsi- og rafkerfa.

Skrifstofu- og þjónustubyggingar.

Tvö 5.900 fermetra hús á 5 hæðum með rúmgóðum bílakjallara.

Akureyrarflugvöllur

Mælingar

Malbiksyfirlögn 156.000 ferm. á Akureyrarflugvelli.

Mælingar, magntaka og vélstýringar fyrir verktaka sem annaðist malbikunina.