Gatna- og veghönnun

VSB verkfræðistofa býr yfir margra ára reynslu af gatna- og veghönnun, en þjónustan hefur lengi verið ein af undirstöðum byggðatæknisviðs.
Götur og vegir mynda rammann um umhverfi okkar í byggð og að mörgu að huga þegar unnið er að slíkum verkefnum. Þverfaglegt teymi byggðatæknisviðs hefur í mörg horn að líta en huga þarf að akstursöryggi, ofanvatnsmálum, tengingum og áhrifum á núverandi innviði, gatnalýsingu, jarðtækni, hljóðvist, umferðarmerkingum og skipulagsmálum.
Gatna- og veghönnun fer fram í þrívíðu umhverfi sem veitir yfirsýn yfir verkið í heild sinni og gefur skjólstæðingum VSB lifandi mynd af þróun þess. VSB getur einnig unnið gögn til vélstýringa.
VSB hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum á þessu sviði:
Verkefni:
• Ásland 1-3 áfangar
• Vellir 1-7 áfangar
• Selhraun norður og suður
• Hellnahraun II og III
• Kapelluhraun 1-2 áfangar
• Endurnýjun Kaldárselsvegar
• Ásvallabraut
• Hamranes
• Helgafellsland
Tengd þjónusta VSB:
• Umferðarmerkingar
• Vinnusvæðamerkingar
• Gerð magnskráa og útboðsgögn
• Hönnun viðhaldsverkefna
• Hönnun hjóla- og göngustíga
• Gögn fyrir vélstýringar
• Vélstýringar
• Aðstaða fyrir almenningssamgöngur
• Plön og torg
• Landmælingar
Nánari upplýsingar veitir fagstjóri gatna- og veghönnunar,
Hanna Kristín Bjarnadóttir
hanna@vsb.is