VSB verkfræðistofa er ávallt áhugasöm um að bæta við sig metnaðarfullu starfsfólki. Við hjá VSB leggjum áherslu á góða samskiptahæfileika, jákvæðni og brennandi áhuga á faginu.

Áhugasamir geta sent umsókn á umsokn@vsb.is.

Störf í boði

Fagstjóri rafkerfa

VSB verkfræðistofa óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf fagstjóra rafkerfa. Fagstjóri rafkerfa starfar á byggingasviði VSB. Um framtíðarstarf er að ræða og í boði eru spennandi verkefni í frábæru starfsumhverfi.

Helstu verkefni:

 • Ábyrgð á faglegri hæfni fagsviðs og að hún sé í samræmi við stefnu félagsins, í samvinnu við sviðsstjóra
 • Hönnun rafkerfa og gerð útboðsgagna
 • Yfirferð og ábyrgð á hönnunargögnum
 • Ábyrgð á samræmingu fagsviðs í verkefnum
 • Umsjón með að verkefni séu unnin á faglegan hátt, eftir gæðakerfi og í samræmi við gæðastig þeirra
 • Þátttaka í ráðningu starfsfólks fagsviðs í samráði við sviðsstjóra bygginga
 • Þátttaka í tilboðsgerð
 • Samskipti við viðskiptavini fagsviðsins

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. tækni- eða verkfræðimenntun
 • A.m.k. 5 ára reynsla af hönnun rafkerfa
 • Leiðtogahæfni, drifkraftur og brennandi áhugi á faginu
 • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
 • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
 • Sköpunargleði og lausnamiðuð hugsun
 • Gott vald á íslensku og ensku

Umsóknarfrestur er til og með 10. október 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi sem nýtist í starfi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Auglýsing á vef Intellecta

Hönnuður gatna- og veitukerfa

VSB verkfræðistofa óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf hönnuðar gatna- og veitukerfa. Hönnuður gatna- og veitukerfa starfar á byggðatæknisviði VSB. Um framtíðarstarf er að ræða og í boði eru spennandi verkefni í frábæru starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Hönnun gatna- og veitukerfa auk annarra tilheyrandi verkefna við undirbúning og eftirfylgni framkvæmda
 • Gerð útboðsgagna, kostnaðaráætlana, skýrslna
 • Önnur almenn ráðgjöf og hönnun
 • Verkefnastjórnun í hönnunarverkefnum
 • Ábyrgð á gerð og gæðum hönnunargagna í samræmi við gæðakerfi og stefnu VSB
 • Að fylgjast með í samráði við fagstjóra, faglegri þróun í faggreininni þ.m.t. bóka-útgáfu, tímaritum, greinaskrifum, hugbúnaði o.s.frv.
 • Samskipti við samstarfsaðila í hönnunarverkefnum

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Sköpunargleði og lausnamiðuð hugsun
 • Góð samskipta- og samstarfshæfni
 • Brennandi áhugi að þróa verklag við hönnun

Umsóknarfrestur er til og með 16. október 2022. Umsókn óskast útfyllt á alfred.is, henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi sem nýtist í starfi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni. 

Auglýsing á Alfred.is

Hönnuður burðarvirkja

VSB verkfræðistofa óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf hönnuðar burðarvirkja. Hönnuður burðarvirkja starfar á byggingasviði VSB. Um framtíðarstarf er að ræða og í boði eru spennandi verkefni í frábæru starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Hönnun burðarvirkja og gerð séruppdrátta auk annarra tilheyrandi verkefna við undirbúning og eftirfylgni framkvæmda
 • Gerð útboðsgagna, kostnaðaráætlana, skýrslna
 • Önnur almenn ráðgjöf og hönnun
 • Ábyrgð á gerð og gæðum hönnunargagna í samræmi við gæðakerfi og stefnu VSB
 • Að fylgjast með í samráði við fagstjóra, faglegri þróun í faggreininni þ.m.t. bóka-útgáfu, tímaritum, greinaskrifum, hugbúnaði o.s.frv.
 • Samskipti við samstarfsaðila í hönnunarverkefnum

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Iðnmenntun í tengdri starfsgrein er kostur (s.s. húsasmíði)
 • Sköpunargleði og lausnamiðuð hugsun
 • Góð samskipta- og samstarfshæfni
 • Brennandi áhugi að þróa verklag við hönnun
 • Góð kunnátta á Revit

Auglýsing á Alfred.is

Hönnuður lagna- og loftræsikerfa

VSB verkfræðistofa óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf hönnuðar lagna- og loftræsikerfa. Hönnuður lagna- og loftræsikerfa starfar á byggingasviði VSB. Um framtíðarstarf er að ræða og í boði eru spennandi verkefni í frábæru starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Hönnun lagna- og loftræsikerfa og gerð séruppdrátta auk annarra tilheyrandi verkefna við undirbúning og eftirfylgni framkvæmda
 • Gerð útboðsgagna, kostnaðaráætlana, skýrslna
 • Önnur almenn ráðgjöf og hönnun
 • Ábyrgð á gerð og gæðum hönnunargagna í samræmi við gæðakerfi og stefnu VSB
 • Að fylgjast með í samráði við fagstjóra, faglegri þróun í faggreininni þ.m.t. bóka-útgáfu, tímaritum, greinaskrifum, hugbúnaði o.s.frv.
 • Samskipti við samstarfsaðila í hönnunarverkefnum

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Iðnmenntun í tengdri starfsgrein er kostur (s.s. pípulögnum)
 • Sköpunargleði og lausnamiðuð hugsun
 • Góð samskipta- og samstarfshæfni
 • Góð kunnátta á Revit
 • Brennandi áhugi að þróa verklag við hönnun

Auglýsing á Alfred.is

BIM stjóri VSB

VSB hefur einsett sér að vera í fararbroddi í hagnýtingu BIM og upplýsingatækni í sínum verkefnum. VSB verkfræðistofa óskar eftir að ráða öflugan einstakling með brennandi áhuga á hagnýtingu BIM og upplýsingatækni í hlutverk BIM stjóra. Um framtíðarstarf er að ræða og í boði eru spennandi verkefni í frábæru starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Þáttaka í og BIM stjórnun í hönnunarverkefnum VSB
 • Að leiða notkun BIM og tækniteiknunar á VSB
 • Að veita BIM þjónustu fyrir viðskiptavini VSB
 • Þátttaka í samræmingu verkefna VSB
 • Þróun BIM verklags hjá VSB
 • Önnur verkefni í samráði við sviðstjóra byggingasviðs

Menntunar- og hæfniskröfur

 • 8 ára starfsreynsla
 • Sérhæft nám sem nýtist í starfi, t.d. UT í mannvirkjagerð í HR er kostur
 • Leiðtogahæfni og drifkraftur
 • Brennandi áhugi á faginu
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Sköpunargleði og lausnamiðuð hugsun
 • Góð skipulagshæfni og framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
 • Menntun sem nýtist í starfi, t.d. tækniteiknun eða byggingarfræði

Auglýsing á Alfred.is