Gæðastefna
VSB Verkfræðistofa hefur byggt upp gæðastjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur ÍST ISO 9001 staðalsins, lög og reglur sem gilda um starfsemina og er í samræmi við viðteknar venjur í greininni.
VSB Verkfræðistofa hefur skilgreint gæðastefnu sem hæfir tilgangi fyrirtækisins sem ráðgjafafyrirtæki. Áhersla er lögð á að starfsmenn þekki og tileinki sér gæðastefnuna.
Gæðastefna VSB Verkfræðistofu er að:
- Uppfylla kröfur viðskiptavina og þekkja þarfir þeirra.
- Vinna náið með viðskiptavinum og veita þeim [..] persónulega þjónustu.
- Starfsfólk sé ánægt í starfi og hæft til verka.
- Veita lausnir sem einkennast af [..] fagmennsku [..].
- Vera framarlega [..] á sínu sviði hvað varðar tækni og nýjungar.
- Fara að gildandi lögum og reglum og axla samfélagslega ábyrgð.
- Bæta stöðugt virkni gæðastjórnunarkerfisins.
- Gæðakerfi VSB sé ISO 9001 vottað.
Framkvæmdastjóri VSB Verkfræðistofu sér til þess að allir starfsmenn þekki og skilji gæðastefnuna og hafi hana að leiðarljósi í starfi.
Umhverfisstefna
VSB verkfræðistofa ehf hefur einsett sér að vera í fararbroddi íslenskra fyrirtækja á sviði umhverfismála og endurnýtingar.
Þetta felur í sér að :
- Við berum virðingu fyrir umhverfinu og styðjum náttúruvernd og skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda. Í allri vinnu okkar fyrir viðskiptavini munum við hafa hliðsjón af þessum atriðum.
- Við fylgjum öllum lagakröfum um umhverfismál og tökum mið af ISO 14001 staðlinum um umhverfismál.
- Við leggjum áherslu á flokkun og endurnýtingu rekstrarvara fyrirtækisins þar sem það er hægt, – annars förgun á viðeigandi hátt.
- Við notum umhverfisvæn efni og tæki í okkar rekstri þar sem því verður við komið.
- Við viljum efla meðvitund starfsfólks á gildum náttúruverndar og umhverfismála.
Framkvæmdastjóri VSB Verkfræðistofu sér til þess að allir starfsmenn þekki og skilji umhverfisstefnuna og hafi hana að leiðarljósi í starfi.