Gæðastefna

VSB Verkfræðistofa hefur byggt upp gæðastjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur ÍST ISO 9001 staðalsins, lög og reglur sem gilda um starfsemina og er í samræmi við viðteknar venjur í greininni.

VSB Verkfræðistofa hefur skilgreint gæðastefnu sem hæfir tilgangi fyrirtækisins sem ráðgjafafyrirtæki. Áhersla er lögð á að starfsmenn þekki og tileinki sér gæðastefnuna.

Gæðastefna VSB Verkfræðistofu er að:

 • Uppfylla kröfur viðskiptavina [..] og veita þeim persónulega þjónustu.
 • Starfsfólk sé ánægt í starfi og hæft til verka.
 • Veita lausnir sem einkennast af [..] fagmennsku [..].
 • Nota tækni til þess að auka við og bæta þjónustu við viðskiptavini okkar
 • Leggja áherslu á rannsóknir og nýsköpun
 • Fara að gildandi lögum og reglum og axla samfélagslega ábyrgð.
 • Bæta stöðugt virkni gæðastjórnunarkerfisins.
 • Gæðakerfi VSB sé ISO 9001 vottað.

Framkvæmdastjóri VSB Verkfræðistofu sér til þess að allir starfsmenn þekki og skilji gæðastefnuna og hafi hana að leiðarljósi í starfi.

Umhverfisstefna

Starfsemi VSB er rekin í samræmi við kröfur umhverfisstjórnunarstaðalsins ÍST EN ISO 14001
VSB leggur kapp við að hafa sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi, bæði hvað varðar rekstur og þjónustu. Það er stefna fyrirtækisins að starfsfólk sé upplýst um umhverfismál og samfélagslega ábyrgð, og að þeirri þekkingu sé viðhaldið með reglulegri fræðslu svo starfsfólk tileinki sér að hafa sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi, bæði í verkefnum sem og á vinnustaðnum.
Starfsemi VSB tekur einnig mið af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem veita fyrirtækjum um allan heim sameiginlegan ramma fyrir sjálfbærni í rekstri. VSB hefur lagt áherslu á eftirfarandi markmið í starfsemi, daglegum rekstri og áætlanagerð:

 • Heimsmarkmið 12: Ábyrg neysla og framleiðsla
 • Heimsmarkmið 11: Sjálfbærar borgir og samfélög
 • Heimsmarkmið 7: Sjálfbær orka
 • Heimsmarkmið 6: Hreint vatn og hreinlætisaðstaða

VSB vill vera framarlega í sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð, og þannig vera meðvitað um breytingar á kröfum stjórnvalda og fylgja þeim að öllu leyti. Við viljum sýna gott fordæmi og leggja áherslu á vistvæna hönnun og hagkvæmar lausnir, styðja við jákvæða byggðaþróun og hringrásarhagkerfið sem og að lágmarka kolefnislosun, auðlindanýtingu og úrgang. VSB vill að í hönnun og ráðgjöf skuli huga að góðri orku og auðlinda nýtingu, líffræðilegum fjölbreytileika og sjálfbærni íbúðabyggðar.

Framkvæmdastjóri VSB Verkfræðistofu sér til þess að allir starfsmenn þekki og skilji umhverfisstefnuna og hafi hana að leiðarljósi í starfi. Framkvæmdastjóri birti umhverfisstefnu á vef fyrirtækisins.